EKKERT RUSL - Rafbílavæðingin sem öllu tröllríður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri FÍB og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju

Við höldum áfram að kafa ofan í umhverfismálin og í þessum nýja þætti af EKKERT RUSL tölum við við góða sérfræðinga um rafbílavæðinguna í Íslandi. Þeir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju komu í stúdíóið til okkar og sögðu frá þeirri þróun sem er ansi hröð í framleiðslu rafbíla. Lena ætlar að kaupa sér rafbíl og Margrét er enn að hugsa þetta því uppáhaldsbíllinn hennar er bensínþambandi jebbi sem hana hefur dreymt um að eignast. Skottið á honum gæti örugglega geymt trommurnar hennar þegar hún fer að túra.Sérfræðingarnir eru sannfærðir um að Íslendingar þurfi ekki að virkja meira þó að allir Íslendingar fari á rafmagnsbíla. Rafhleðslur má nýta betur og hlaða bílana á næturna. Það yrði þjóðhagslega hagkvæmt ef við færum öll á rafmagnið og best væri ef við sem þjóð yrðum í farabroddi.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.