EKKERT RUSL - Lena kaupir ekkert nýtt árið 2022

Lena kaupir eldrauðan rafmagnsbíl og ætlar að greina frá sparnaði og lífsstílnum sem fylgir því að kaupa ekkert nýtt árið 2022. Vangaveltur um endurnýtanlega smokka koma upp. Margrét kaupir sér notaða úlpu á nytjamarkaði í Kaupmannahöfn og finnst að við öll ættum að líta í okkar eigið rusl og finna góða leið í endurnýtingu - hún leitar leiða til að bæta sig í umhverfisvernd. Þær stöllur eru nýkomnar úr skíðaferð frá Ítalíu en þær kolefnisreiknuðu flugið fyrir 4 farþega - 24 tré þarf að gróðursetja til þess að kolefnisjafna flugferðina fram og tilbaka.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.