EKKERT RUSL - Kristín Laufey sem sér m.a. um sjálfbærnimál hjá 66°Norður og var áður hjá Adidas í Þýskalandi. Sigurður, stofnandi Pure North segir okkur frá endurvinnslu á plasti sem fyrirtækið sérhæf

Kristín Laufey Guðjónsdóttir hefur áhugaverða sögu að segja frá árunum sem hún starfaði í Þýskalandi fyrir Adidas. Nú er hún komin heim og sér m.a. um sjálfbærnimál hjá 66°Norður. Hún segir að öll framleiðsla hafi áhrif á jörðina, gildi einu hvort þú kaupir jakka sem brotnar niður í náttúrunni því ef þú þarft að kaupa þér nýjan á hverju ári þá er það á vissan hátt eyðileggjandi fyrir náttúruna . Ofneysla, offramleiðsla, sóun og léleg ending plaga tískuiðnaðinn en "sjálfbærni er ekki bara bóla heldur raunverulegt markmið okkar hjá 66°Norður", segir Kristín Laufey í áhugaverðu spjalli við hana. Með henni er Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. Hann er þrjóskur og útsjónasamur maður því honum var sagt að ekki væri mögulegt að endurvinna plast á Íslandi með arðbærum hætti. Fyrirtækið Pure North hefur afsannað það og endurvinnur nú plast þ.m.t. heyrúlluplastið af jörðum landsins sem fer í hringrásarkerfið og verður að girðingastaurum. Pure North sinnir einnig ráðgjöf til fyrirtækja og á samstarf við 66°Norður.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.