EKKERT RUSL - Kristín Helga Gunnarsdóttir um ríka, gráðuga karlinn og loftlagsvá. Hún situr í stjórn Landverndar og er rithöfundur og fjallageit en hún og maðurinn hennar eru m.a. skíðaleiðsögumenn í

Dinna er hún kölluð og talar um að alvöru áhrifavaldar, sé fólk sem lætur til sín taka í málum sem skipta máli fyrir framþróun. Hina "áhrifavaldana" kallar hún FLENSU, stytting úr influensers. Hún segir að nú verði að vængstífa gráðuga, ríka og freka karlinn sem hengir sig á almannakerfi þjóðarinnar og græðir á því. Íslendingar verði að vinna að lausn á loftslagsvandanum í sameiningu. Allt sem þurfi er vilji og hugrekki yfirvalda og vísar Dinna með þeim orðum í nýlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kölluð er Lokaviðvörun og er tekin saman af helstu vísindamönnum heims.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.