EKKERT RUSL - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og fyrrum umhverfisráðherra er skemmtilegur maður sem veit meira en flestir um umhverfismál og hlýða má á viðtal við stelpur úr

Við köllum hann bara Mumma því okkur finnst hann svo skemmtilegur og við þekkjum hann pínulítið. Okkur finnst bæði fróðlegt og gaman að heyra hann segja frá sjálfum sér í samhengi við umhverfismál en einnig hvernig Ísland er að standa sig í stóru myndinni. Við tölum líka við stelpur á unglingsaldri sem unnu samkeppni með sögu um hann Kalla. Kalli er svolítill umhverfissóði, eins og mörg okkar án þess að gera sér grein fyrir því. Hann tekur sig á í daglegu lífi og litlu skrefin sem hann tekur í breyttum lífsstíl til þess að hugsa um umhverfið skipta sköpum en taka raunhverulega ekki mikið á Kalla. Sagan vakti athygli okkar og fengum við þessar hæfileikaríku stelpur til þess að koma og lesa söguna fyrir okkur segja okkur frá uppsprettu hennar.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.