EKKERT RUSL - Freyr Eyjólfsson, Sorpu og Ruth Einarsdóttir Góða hirðinum

Freyr sem er nýráðinn til Sorpu og er þar þróunarstjóri Hringrásarhagkerfisins, segir að það sé hreinsandi fyrir sálina að skola mjólkurfernur og hann vill ekki hafa eldhúsið sitt með hvítri kókaíneldhúsinnréttingu þar sem sál manns deyr. Hann vill blanda notuðu með nýju til að skapa heimili og hann lagar hluti - "youtubar" eins og brjálaður maður en finnur í því innri ró. Ruth, sem hefur stýrt Góða hirðinum frá árinu 2018 segir að nú sé endursöluhlutfallið á notuðum munum þar 65% en var 26% þegar hún hóf þar störf. Landsmenn eru því að standa sig æ betur í því að kaupa notað. Daglega koma frá okkur hvorki meira né minna en 7-10 tonn inn af notuðum hlutum til Góða hirðisins. Freyr og Ruth segjast bæði spara verulegar fjárhæðir á því að endurvinna og geti jafnvel náð einni hressri utanlandsferð með fjölskylduna fyrir afganginn.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.