EKKERT RUSL - Að þessu sinni fórum við Ekkert rusl tvíeykið á Matvælaþing sem haldið var í Hörpu og settum upp pop-up hlaðvarp. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra er fyrst níu viðmælenda sem við t

Þátturinn okkar er nú í fyrsta sinn tekinn upp sem pop-up hlaðvarp og það í Hörpu þann 15. nóvember á þingi um hringrásarhagkerfið í tengslum við matvælaframleiðslu, - dreyfingu og -neyslu. Matvælaráðuneytið stendur fyrir þinginu sem haldið var í annað sinn og er þátturinn stútfullur af fræðslu sem á beint erindi til neytenda. Til að mynda fáum við að kafa ofan í ruslið og sjáum hversu miklu hvert mannsbarn hendir ár hvert og tölurnar eru sláandi. Það kemur okkur á óvart að vökvi er ekki með í tölfræðinni þannig að mjólkurvörur, súpur og annað sem fer í vaskinn, fer einmitt í vaskinn í orðsins fyllstu merkingu. Ari Eldjárn er í viðtali og segir farir sínar ekki sléttar í umleitan sinni til þess að vera góður neytandi og flokkari. Hann var með frábær innlegg á þinginu til þess að brjóta upp formið en fyrirlestrarnir voru heilt yfir ekki bara fræðandi heldur skemmtilegir. Fyrirlesarar voru flestir íslenskir og fáum við marga þeirra til þess að fræða okkur. Einnig fáum við tvær þungavigtakonur í bransanum; Anne, sviðsstjóra hjá dönsku Matvælastofnunni en hún sýnir okkur fram á að Danir eru að nálgast þessi mál aðeins öðruvísi en við. Ladeja frá Slóvaníu, stofnandi Circular Change - henni finnst að Ísland sé í lykilstöðu til þess að leiða með góðu fordæmi í umhverfismálum.

Om Podcasten

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.