2. þáttur – Að lifa með loftlagskvíða

Dramakastið by JÖMM - Ein Podcast von Eydís Blöndal

Podcast artwork

ATH ATH ATH þessi þáttur krefst ekki einhvers konar trigger warning. Eða ég vona að minnsta kosti ekki. Hann náði ekki að hreppa mig á vald loftlagskvíðans, og ég er sko mjög illa haldin. Ef þið farið á algjöran bömmer eftir þáttin skal ég gefa ykkur knús og kartöflur á JÖMM.

Í þessum öðrum þætti hlaðvarpsmaraþonsins, sem mér datt í hug að hlaupa án þess að hafa nokkuð æft fyrir, tala ég við Huldu Jónsdóttur Tölgyes. Hulda er sálfræðingur, og ég hef ekki efni á sálfræðitíma. Win win! Nei djók. En samt í alvöru. Mér fannst vanta að einhver segði eitthvað af viti um loftlagskvíða, svo mér fannst þetta bara doldið sniðugt. Hlustiði bara og þá skiljiði hvað ég á við.