#4 Ragnhildur Þórðardóttir, aka Ragga Nagli, sálfræðingur og líkamsræktarfrömuður: "Konur, rífið í járnin!"

Við Ragnhildur Þórðardóttir, aka Ragga Nagli, sálfræðingur og líkamsræktarfrömuður, spjöllum um líkamsrækt á breytingaskeiðið. Hvaða æfingar eru að fara að skila árangri þegar að við erum komnar á breytingaskeiðið, eða bara komnar yfir 40 ára? Sprengiæfingar, hiit æfingar, tabata og kraftlyftingar eru æfingarnar sem við viljum vera að iðka - hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þetta æfingarnar sem efla vöðvana. Ragga segir: "Vöðvar eru dýrmætasta auðlind líkamans, þannig að rífa í þessi lóð!". 

Ragga Nagli er þrælreynd við hljóðnemann, en hún er með frábært hlaðvarp, Heilsuvarpið, sem finna má hér

Om Podcasten

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerði Kristján Steinn Kristjánsson