Efnahagurinn, kvennabarátta og verkalýðurinn

Miðvikudagurinn 1. mars Við ræðum við Jóhann Pál Jóhannsson þingmann um stöðu efnahagsins; verðbólgu, vexti, hallan á ríkissjóði og lífskjarakrísuna sem étið hefur upp kaupmáttinn. María Pétursdóttir, Sara Stef og Margrét Pétursdóttir segja feminískar fréttir. Í lok þessa dags, sem er einskonar komma í langri kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, ræðum við Sumarliða R. Ísleifsson sagnfræðing um deiluna og fordæmi hennar í sögunni.

Om Podcasten

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.