Nýsköpun á sviði grænnar orku - Alor

Hvaða ávinningur felst í því að nota umhverfisvænar álrafhlöður Alor? Hvernig er hægt að stuðla að frekara orkuöryggi með álrafhlöðunum og hvernig má nýta betur og geyma framleidda raforku? Þessum spurningum og miklu fleirum svarar Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastýra Alor í þætti dagsins. Alor er eitt þeirra framúrskarandi nýsköpunarfyrirtækja sem munu með sinni lausn styðja við hraðari orkuskipti. Alor hlaut nýsköpunarverðlaun Samorku árið 2022 Frekari upplýsingar um Alor má finna hér.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.