Ný hringrásarlög: Breytingar fyrir framleiðendur og innflytjendur - Umhverfisstofnun

Hvaða áhrif munu ný hringrásarlög hafa áhrif á þitt fyrirtæki? Þekkir þú til framleiðendaábyrgðar? Hvaða ábyrgð bera fyrirtæki á vörunum sem þau framleiða og selja?  Rakel Sigurveig Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fór yfir þessi mál og fleiri með okkur í þætti dagsins sem fjallar um ný hringrásarlög sem taka gildi 1. janúar 2023.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.