Næring úr nærumhverfi - Mjólkursamsalan

Margrét Gísladóttir sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni fjallar um mjólkurframleiðslu og heimsmarkmiðin og hvernig tískusveiflur í mataræði Íslendinga hafa áhrif á það hvernig mjólkin er nýtt (smá vísbending: spritt kemur við sögu!) Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur um allan heim 1. júní og var þemað í ár einmitt sjálfbærni. Við tökum fyrir umbúðir og pappaskeiðarnar alræmdu sem hafa fallið misvel í kramið. Margrét útskýrir einnig hvers vegna matarsóun snýst ekki bara um mjúku málin og hvers vegna við ættum að treysta nefinu frekar en fyrningardagsetningum.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.