Hvaðan kemur losun Íslands? - Umhverfisstofnun

Veist þú hver losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er eða hvaðan hún kemur? En hvaða losun við höfum skuldbundið okkur til að draga úr? Er raunhæft að Ísland nái markmiðum sínum til Parísarsáttmálans? Við fengum Sigríði Rós Einarsdóttur, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, sem er ein þeirra sem bera ábyrgð á því að útbúa loftslagsbókhald Íslands. Við ræðum um hvar helstu tækifæri liggja til samdráttar, bæði fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki, og hvernig losunin sem á sér stað á Íslandi skiptist í þrjá flokka eftir því hvaðan uppruni hennar er; losun frá landi, losun sem fellur undir evrópska viðskiptakerfið og losun á beinni ábyrgð stjórnvalda.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.