Ammoníak fyrir atvinnulífið - Atmonia

Atmonia er lítið íslenskt rannsóknarfyrirtæki með stórtæk áform sem gæti umbylt heilum atvinnugreinum; landbúnaði, flutningum, iðnaði og skilað margþættum ávinningi fyrir lífríki, loftslag og heimsbyggðina á næstu árum. Við fengum Guðbjörgu Rist framkvæmdastjóra og Helgu Dögg Flosadóttur rannsóknarstjóra til segja frá því hvernig er að vinna við djúptækni á Íslandi og við lærum hvernig nálgun Atmoniu á ammoníakframleiðslu gæti stuðlað að friði í heiminum. Atmonia hefur fengið styrki frá Rannsóknarsjóði og Tækniþróunarsjóði, Markáætlunarsjóði, orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóði námsmanna til þess að fjármagna starfið.

Om Podcasten

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.