#4 - Þetta fullorðna fólk leikur annað fullorðið fólk

Í þessum þætti veltum við fyrir okkur LEIKLIST og leikurum, flutningi erindis í gegnum sögur og sviðslistir. Gestur þáttarins er Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og prófessor hjá Listaháskóla Íslands. Við ræðum við hana um starf leikarans, hvernig það er að vera leikkona og af hverju hún vill vera það? Af hverju myndi einhver vilja helga líf sitt því að leika annað fólk? Hvernig og af hverju byrjaði fólk að leika fyrir hvert annað? Hvernig geta leikarar haft svona mikil áhrif á fólk? Af hverju dýrkar fólk leikara? Spegilfrumur, tár á hvarmi, performanskvíði og prósaljóð.

Om Podcasten

Fyrir um 25 árum fæddust tvær litlar stelpur á Landspítalanum í Reykjavík sem eru nú sestar hér fyrir framan tvo litla míkrafóna sem senda raddir þeirra rakleiðis í sætu litlu eyrun þín kæri Homo sapiens. Velkomin í hlaðvarpið ÞETTA FULLORÐNA FÓLK ER SVO SKRÝTIÐ þar sem Björk Guðmundsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir kryfja breyskleika manneskjunnar í gegnum ýmsar kenningar og rannsóknir sem tengjast mannlegu eðli, menningu og gríni. Stef: K.óla